Stuðlaberg Fasteignasala kynnir fjögurra herbergja 117,3fm efri hæð í tvíbýli með sérinngangi.
------ Eignin er seld með fyrirvara ------Eignin skiptist í forstofu, stigagang, eldhús, stofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og sameiginlegt þvottahús á neðri hæð.
Forstofa er flísalögð.
Steyptur teppalagður stigi er upp í íbúð. Stigapallur er teppalagður.
Í eldhúsi er góð hvít háglans innrétting, ofn og helluborð. Uppþvottavél fylgir með eigninni. Gólfefni vantar í eldhúsi.
Stofa er parketlögð.
Á baðherbergi eru flísar bæði á gólfi og á veggjum, þar er góð innrétting, upphengt salerrni, handklæðaofn, gluggi og flísalögð sturtuaðstaða stúkuð af með gleri.
Svefnherbergin eru þrjú, tvö þeirra eru dúklögð og eitt parketlagt. Skápar eru í tveimur herbergjum.
Þvottahús er sameiginlegt á jarðhæð hússins. Lítil sér geymsla er í þvottahúsi .
*Allt er nýlegt á baðherbergi
*Allt er nýlegt í eldhúsi
*Búið er að endurnýja ofnalagnir að hluta úr pex-rörum.
*Búið er að endurnýja neyslulagnir.
*Búið er að endurnýja flesta glugga.
*Bílskúrsréttur fylgir eigninni.
*Góð eign á góðum stað í rótgrónu hverfi í Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Magnússon lfs
S: 420-4000 / 863-4495
[email protected]