Gjaldskrá

Söluþóknun og gagnaöflunargjald seljanda

Söluþóknun í einkasölu er 1,8% af söluverði eignar auk vsk, þó að lágmarki kr. 398.000 auk vsk eða kr. 493.520 með vsk.

Söluþóknun í almennri sölu er 2,1 % af söluverði eignar auk vsk, þó að lágmarki kr. 398.000 auk vsk samtals kr. 493.520 með vsk

Að auki greiðir seljandi útlagðan kostnað vegna gagnaöflunar við gerð söluyfirlits Kr. 25.000 auk vsk eða samtals kr. 31.000 með vsk

Með gagnaöflun er átt við margvíslegan útlagðan kostnað sem annars vegar tengist upplýsingaöflun um eignina og hins vegar kostnað seljanda varðandi söluferlið. Dæmi um útlagðan kostnað vegna eignarinnar eru; veðbókarvottorð, veðbandsyfirlit, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðarsamningar og teikningar. Dæmi um útlagðan kostnað varðandi söluferlið eru; vottorð frá félagaskrá Hagstofunnar, þinglýsingarkostnaður vegna yfirlýsinga og umboða seljanda, útvegun veðleyfa og stöðuyfirlita hjá fjármálastofnunum og útlagður kostnaður við niðurfellingu kvaða á félagslegum íbúðum.

Ljósmyndun og auglýsingarkostnaður seljanda

Ekkert gjald er tekið fyrir ljósmyndun frá fasteignasölu, atvinnuljósmyndun er á kostnað seljanda.

Auglýsingar á netinu eru fríar, auglýsum á mbl.is/fasteignir, fasteignir.is, studlaberg.is og facebook síðu Stuðlabergs.

Í söluþóknun er m.a. innifalið; skoðunargjald, frágangur og vinna við umboð, gerð veðleyfa og fl.

Þjónustu og umsýslugjald kaupanda

Gjald sem kaupandi greiðir skv. samningi er kr. 59.000 m. vsk.

Gjaldið er vegna kostnaðar s.s. við ráðgjöf, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira.

Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnunum er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

Stimpil og þinglýsingargjöld kaupanda

Kaupandi greiðir stimpil og þinglýsingargjöld.

Þinglýsingargjald af hverju skjali er kr. 2.000-

Stimpilgjald vegna kaupsamnings og afsals er reiknað af fasteignamati eignarinnar;

0,8% til einstaklinga, (0,4 % er keypt er í fyrsta skipti

1,6% til fyrirtækja.

Kaupi annar aðilinn í fyrsta skipti þarf hann að eiga a.m.k. 50% af fasteign til þess að fá afslátt af stimpilgjaldi.

Skjalafrágangur

Skjalafrágangur er kr. 300.000 auk vsk, eða samtals kr. 372.000.- Að auki greiðist kostnaður vegna gagnaöflunar kr. 25.000 auk vsk. eða alls kr. 31.000. Með skjalafrágangi er átt við að fasteignasalan annist allan frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þörf er á, enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignarinnar.

Verðmat fasteigna

Kostnaður við verðmat, er kr. 35.000 auk vsk. eða alls kr. 43.400.-, fyrir íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ, um önnur verðmöt þarf að semja sérstaklega.

Leigumiðlun

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk vsk.