Stuðlaberg Fasteignasala kynnir 115.6fm 4ra herbergja íbúð á neðri hæð, merkt 0101, ásamt 31.4fm bílskúr við Tjarnabakka í 260 Reykjanesbæ.
Birt stærð eignarinnar er 147fm.
------ Eignin er seld með fyrirvara ------Vel skipulögð íbúð með sérinngangi, þremur rúmgóðum svefnherbergjum og góðu þvottahúsi ásamt bílskúr með geymslu.
Forstofa er flísalögð og þar er góður skápur.
Hol er parketlagt
Stofa er parketlögð og hurð er út á afgirta verönd frá stofu. Stofa og eldhús liggja saman í stóru opnu rými.
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er góð hvít innrétting, ofn, spanhelluborð og vifta. Uppþvottavél fylgir með eigninni.
Á baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum. þar er hvít innrétting, upphengt salerni og sturtuaðstaða. Epoxy er á gólfi og veggjum í sturtuaðstöðu.
Svefnherbergin eru öll parketlögð og skápar eru í öllum herbergjum.
Í þvottahúsi eru flísar á gólfi, þar er hvít innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur í borði og hillur á veggjum.
Bílskúr er rúmgóður og hefur bæði hita og rafmagn. Í bílskúr er geymsla, salerni og vaskur.
*Frábær staðsetning, stutt í leik- og grunnskóla og íþróttahús.
*Hiti er í öllum gólfum eignarinnar.
*Allt parket í íbúðinni er nýlegt.
*Góð afgirt steypt og stimpluð verönd er á baklóð. Snýr í suðvestur.
*Þrjú merkt bílastæði fylgja eigninni, tvö þeirra við íbúðina og eitt við bílskúr.
*Örstutt upp á Reykjanesbraut.
Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Magnússon lfs
S: 420-4000 / 863-4495
[email protected]