Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu 3ja herbergja 94.2fm íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi sem ætlað er fyrir 50 ára og eldri.
------ Eignin er seld með fyrirvara ------Forstofa er parketlögð og þar er skápur.
Þvottahús er inn af forstofu, hillur á vegg og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Hol er parketlagt.
Stofa er parketlögð og hurð er út á svalir frá stofu. Svalir snúa í suður.
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er góð eikar-innrétting með flísar á milli skápa, helluborð, ofn og vifta.
Á baðherbergi eru flísar á gólfi, þar er góð eikar-innrétting, handklæðaofn, upphengt salerni og sturtuklefi.
Svefnherbergin eru tvö og eru þau bæði parketlögð og fataskápar eru í báðum herbergjum.
*Glæsilegt útsýni til austurs og suðurs.
*Snyrtileg sameign með flísalagðri forstofu og teppalögðum göngum
*Bílastæði eru hellulögð og með hitalögn.
*Geymsla er í kjallara hússins
Nánari upplýsingar um veignina veita:
Halldór Magnússon lfs
s. 420-4000 / 863-4495
[email protected]
Guðlaugur H Guðlaugsson lfs
s. 420-4000 / 863-0100
[email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Stuðlaberg Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.