Brimklöpp 3, 250 Garður
86.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
245 m2
86.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
8.100.000

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í 245,5fm einbýlishús í byggingu við Brimklöpp 3, 250 Suðurnesjabæ.

Eignin er á einni hæð ásamt bílskúr.
Húsið er samtals 245,5fm, íbúðin 206,8fm og bílskúr 38,7fm. 4 svefnherhergi eru í húsinu og eru tvö þeirra með sér baðherbergi.


Kaupandi getur óskað eftir því að fá húsið fullbúið en seljandi getur annast þann þátt verksins. Afhending gæti orðið 2-3 mánuði eftir að samkomulag næst.

Afhending eftir samkomulagi.


Brimklöpp 3

Skilalýsing:
Húsið skilast tilbúið undir tréverk eða á byggingarstigi 5. 
Að utan skilast húsið fullklárað. Lóð grófjöfnuð.

Ýtarlegri skilalýsing:

Burðarvirki:
Sökklar, botnplata: Staðsteypt járnbent steinsteypa

Útveggir:
Grind er fura/greni 50x150mm. Styrkleikaflokkað C24. Utan á grind kemur 9mm krossviður,
þá kemur loftunargrind 34x45mm úr furu. Utanhússklæðning er steingrá ál minibára (litur RAL 7016) í bland við viðarklæðningu í kringum anddyri og bílskúr.                              

Gluggar og hurðir:
Gluggar og hurðir eru frá Skanva og eru úr ál/tré í sama lit og utanhússklæðning eða steingrátt (RAL 7016) að utan en hvítt að innan. Útihurðir eru með þriggja punkta læsingabúnaði og er rennihurð út frá stofu. Gler er tvöfalt. Bílskúrshurð er einnig steingrá (RAL 7016).

Þak:
Burður í þaki samanstendur af þrem límtrjám og sperrur í 48x245mm styrkleikaflokkað C24.
Gefur möguleika á mikilli lofthæð og sýnilegu límtré. Járn á þaki er ólituð aluzink bára. Þakkantur er klæddur með sléttu áli ásamt földum rennum. Kantur er einnig í steingráu eða RAL 7016. Niðurfallsrör verða svört. Rennur og niðurföll verða tengd.

Lóð:
Grófjöfnuð lóð.

Frárennslislagnir:
Lagnir í grunninn eru lagðar og tengdar fráveitu bæjarins.
Heitt og kalt neysluvatn er lagt rör í rör.

Heitur pottur:
Ídráttarrör og frárennsli er til staðar fyrir heitan pott bakatil.

Allar nánari upplýsingar veitir:

Magnús Þórir Matthíasson
Aðstoðarm.fasteignasala
S. 895-1427
[email protected]


Brynjar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali 
S. 420-4000

------------------------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.