Gónhóll 5, Reykjanesbær


TegundEinbýlishús Stærð353.30 m2 7Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir glæsilegt einbýlishús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Eignin stendur við Gónhól 5 í Njarðvík og er á tveimur hæðum með innkeyrslu beggja megin.

*Eignin er skráð samkvæmt fasteignaskrá íslands 353.3 fm, á neðri hæð fyrir neðan bílskúr er óskráður bílskúr sem er um 37 fm, einnig er óskráð rými innan eignar á neðri hæð um 50 fm sem á eftir að standsetja.

Efri hæð:
FORSTOFAN hefur flísar á gólfi, þar er góður fataskápur. Innaf forstofu er salerni.
HERBERGI innaf forstofu hefur parket á gólfi, þar er sérsmíðaður skenkur með skúffum. 
HOLIÐ hefur flísar á gólfi, það er mjög rúmgott og tengir það einnig eldhús og stofu. Stór fallegur steyptur bogastigi með gegnheilu parketi er úr holi niður í alrými á neðri hæð.
HERBERGIN á hæð eru þrjú með forstofu herbergi. Hjónaherbergi og barnaherbergi eru á gang innaf holi, bæði hafa þau parket á gólfi. Hægt er að ganga beint inná baðherbergi úr hjónaherbergi, einnig er fataherbergi innaf hjónaherbergi.
BAÐHERBERGI á svefnherbergisgangi hefur flísar á gólfi og veggjum. Þar er glæsileg innrétting og stór fataskápur.
ELDHÚSIÐ hefur flísar á gólfi, þar er falleg eikar-innrétting með granít borðplötu. Eldavél og gufugleypir er á eyju, þar er gert ráð fyrir að 3-4 sitja. Innaf eldhúsi er lítið búr.
BORÐSTOFAN hefur parket á gólfi. Opið er á milli eldhús og borðstofu en búið er að skilja rýmið af með sérsmíðum skáp úr eik. Stórir og flottir gluggar með útsýni yfir baklóð er í borðstofu.
STOFAN er tvískipt með parket á gólfi, þar er fallegur arin í miðju rými, hægt er að ganga út á svalir úr stofu.
BÍLSKÚRINN á efri hæð er 44,4 fm og hefur hann epoxy á gólfi, einnig er þar innrétting. Bílskúrinn er tvöfaldur og rúmar vel tvo bíla.

Neðri hæð:
ALRÝMI
eignar á neðri hæð er mjög stórt, þar er flísar á gólfi. Innar í alrými er stórt sjónvarpshol, þar er hægt að ganga út á sólpall.
FORSTOFAN á neðri hæð hefur flísar á gólfi og þar er fataskápur.
BAÐHERBERGI hefur flísar á gólfi og veggjum, þar er sturta, upphengt klósett og stórir skápar.
GEYMSLA er á neðri hæð, þar er gengið inní óstandsett óskráð rými.
HERBERGIN á neðri hæð eru tvö og hafa þau bæði parket á gólfi. Sérsmíðaður skenkur með skúffum eru í öðru herberginu.
ÞVOTTAHÚS er á neðri hæð með innréttingu.
BÍLSKÚR á neðri hæð er óskráður og er sagður um 37 fm.

*Innkeyrslan rúmar fjóra bíla og er hún með hita.
*Allar innréttingar í húsi eru sérsmíðaðar og eru um 10 ára gamlar.
*Í stofu, stiga og herbergjum er gegnheilt parket. 
*Heitur pottur er á sólpalli og er í skjóli frá öllum áttum. 
*Hægt er að ganga í kringum hús og er lóðin í mikilli rækt. 

Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Stuðlabergs í síma 420-4000 eða á skrifstofu að Hafnargötu 20.

í vinnslu