Steinás 18, Reykjanesbær


TegundEinbýlishús Stærð280.30 m2 6Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu 280.3fm einbýlishús á tveimur hæðum við Steinás í Njarðvík. Á efri hæð skiptist eignin í andyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Á neðri hæð skiptist hún í 43,6fm bílskúr, þvottahús, tvö herbergi, baðherbergi og sjónvarpsrými.

EH:
Forstofan hefur flísar á gólfi, þar er stór andyrisskápur.
Holið á annari hæð skilur að eldhús/stofu og svefnherbergin, þar er stigi niður á neðri hæðina. Glæsilegur skúlptúr með rennandi vatni og lýsingu er í miðju holi. Hátt til lofts og skugga lýsing.
Svefnherbergin á annari hæð hafa parket á gólfi. Í hjóna herbergi er parket á gólfi, þar er fataskápur innaf. Í barnaherbergi er fataskápur, það er rúmgott.
Stofan og eldhús er í opnu rými. Þar eru flísar á gólfi. Stór og glæsilegur gas arin er í stofu hlaðinn með sama grjóti og gosbrunnurinn í holi. Glsæileg eikarinnrétting með granít borðplötu er í eldhúsi, þar er eyja með gaseldavél.
NH:
Sjónvarpsrými
hefur teppi á gólfum, það er rúmgott með mikið skápapláss.
Herbergin á neðri hæð eru tvö og hafa þau bæði parket á gólfi. Fataskápar eru í herbergjum.
Baðherbergi á neðri hæð hefur flísar á gólfi og veggjum, þar er sturta, innrétting og upphengt klósett.
Bílskúrinn er 43,6fm með flísum á gólfi, þar er stór innrétting.
Þvottahús er innaf bílskúr, þar eru flísar á gólfi.

*Ryksugukerfi er í öllu húsinu.
*Mikið lagt uppúr lýsingu.
*Stórar og miklar innréttingar eru í bílskúr og þvottahúsi.
*Lóðin er ófrágengin.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Brynjar Guðlaugsson
Lögg. fasteignasali
s. 8965464 eða 420-4000
brynjar@studlaberg.is

Guðlaugur H. Guðlaugsson
Lögg. fasteignasali
s. 8630100 eða 420-4000
laugi@studlaberg.is

 

í vinnslu