Háteigur 21, Reykjanesbær


TegundFjölbýlishús Stærð117.60 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Stuðlaberg Fasteignasla kynnir í einkasölu 117.6fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fimm íbúða húsi

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, þvottahús, stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbegri ásamt góðri geymslu í kjallara hússins.

FORSTOFA er sameignleg og er hún flísalögð, stigagangur er teppalagður
HOL er parketlagt   
Í ELDHÚSI eru flísar á gólfi, þar er hvít innrétting með flísar á milli skápa, eldavél og vifta.   
ÞVOTTAHÚS/GEYMSLA er inn af eldhúsi, þar er málað gólf, hvít innrétting og skápur, skolvaskur í borði, hillur á vegg og gluggi.
Á BAÐHERBERGI eru flísar bæði á gólfi og á veggjum, þar er nýleg eikar-innrétting, upphengt salerni, baðkar og handklæðaofn. 
STOFA er parketlögð og hurð er út á góðar svalir frá stofu
SVEFNHERBERGIN eru öll parketlögð og góður skápur er í hjónaherbergi.

*Búið er að sameina bæði basrnaherbergi í eitt stórt herbergi, hægur vandi að breyta aftur í tvö herbergi
*Ca. 7m² sérgeymsla er í kjallara auk sameiginlegrar  hjóla- og vagnageymslu
*Búið er að endurnýja þakjárn á húsinu
*Forhitari er á miðstöðvarlögn
*Allt parket í íbúðinni er nýtt
*Allt er nýlegt á baðherbergi
*Góðar svalir er snúa í suður
*Fallegt útsýni er frá eigninni

Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Stuðlabergs í síma 420-4000 og á skrifstofu að Hafnargötu 20.

í vinnslu